Vetrarfrí og huggulegheit
31.10.2008 | 08:41
Í gær var Esjan svona um morguninn.
Er ég ekki heppin að hafa hana fyrir augunum á hverjum morgni?
Og þessi hér... Úff, ég gæti ekki byrjað daginn án vinar míns kaffibollans.
Einu sinni hætti ég að drekka kaffi í 6 vikur.
Það var eitthvað brjálæði sem greip mig.
Eða kannski einkaþjálfunin sem ég var í...
Ég fæ ennþá hroll þegar ég minnist fráhvarfseinkennanna.
Við (ég og yngri sonurinn) fórum með Stjúpu og yngsta bróður mínum í göngutúr í gær.
Fyrst fengum við okkur aðeins smá pönnukökur.
Þær eru svo góðar í magann og nauðsynleg orka áður en lagt er af stað í leiðangur.
Algjörlega nauðsynleg orka.
Lífsnauðsynleg ef ske kynni að við villumst í göngutúrnum.
Já. Það. Þarf. Síróp.
Og það er mjööööög mikilvægt að smyrja þær vel. Mjög vel. Út í alla kanta.
Veðrið var svo fallegt.
Súkk.
Nei sko! Halló litla trjágrein.
En hvað þú ert dugleg.
Og svo fengum við okkur nesti áður en við lögðum af stað heim. Alveg nauðsynlegt. Hehe.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.