Falalalalaaaa....lalalalaaaa
30.10.2008 | 19:04
Ég fór inn í geymslu í gær til að leita að svolitlu... Þori varla að segja ykkur að hverju ég var að leita. En, semsagt... ég stóð fyrir neðan þetta...
...og tók niður hvern kassan af öðrum í leit að... heimatilbúnu jólakortunum okkar.
Við búum nefnilega til jólakortin á hverju ári og sendum vítt og breitt.
Spáið í það hvað mamma hefur verið að gera þegar hún var hér síðast...
Vá!
Hver einasti jólaskrautskassi er merktur með innihaldslýsingu.
Jóla:
* Dúkar
* pottaleppur
* smekkur (umm... einmitt...) eníhúú...
* viskustykki og svo víðere...
Í ár verða öll jólakortin handgerð. Það kemur væntanlega ekki á óvart? Sorrí ABC, Svölur, Eymundsson Penninn...En það verður engin last minute redding/Guð minn góður, ég gleymdi þessum redding, hér á þessu heimili.
Það er eitthvað svo notalegt að sitja með fjölskyldumeðlimum og búa til jólakort. Jæja, ég leitaði og leitaði en fann engin handgerð jólakort frá fyrri árum. Auðvitað ekki... Datt ykkur í hug að ég væri svona skipulögð að ég ætti sýnishorn hverra jóla? Ónei, aldeilis ekki. Þar líkist ég ekki móður minni í nákvæmri skipulagningu.
Fann reyndar föndurpokana og skoðaði hvað var ofan í þeim.
ég elska glimmer...
...ég játa það fúslega...
Ég er algjör glimmer kelling.
Svo fallegt.
Glimmer.
Úúú, taka sig taki. Áfram með smérið.
Í leit minni að jólakortunum fann ég þennan kassa.
Minn.
Góður.
Þvílíkt eitís flassbakk.
Axlapúðar.
Toppurinn spreyjaður upp í loft.
Man einhver eftir þessum nælum? Þessum rhinestone hræðilegu nælum?
Eða þessum hræææææðilegu eyrnalokkum.
Því stærri, því flottari...
Hehehe....
Niðurstaðan varðandi jólakortin er þessi: Fullt af stöffi til. Vantar karton. Vantar jólakortahugmyndir. Verðum að fara að spá í prótótýpur. Ekki seinna vænna. Bara 55 dagar til jóla.
Hvað með ykkur? Búið þið til jólakortin sjálf?
Athugasemdir
Skemmtileg þessi myndrænu blogg..en sjaldan eða aldrei hefur mér dottið í hug að taka myndavélina með þegar ég leita í geymslunni hjá mér...spurning að taka mynd af innihaldinu á leið í kassana og setja þær (myndirnar) á kassana??? nei nei... bara svona hugmynd víst myndavélin virðist vera allsstaðar með í för þessa dagana...en þetta komment er nú orðið lengra en blogg mín undanfarið svo ég læt hér staðar numið...sjáumst í næsta göngutúr!
bestu kveðjur yfir götuna...Systa
Systa (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:39
Takk fyrir þessa innsýn inn í líf þitt. Skemmtilegt í alla staði :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.