Mamma, ég þarf að fá nýjar linsur!

Sonurinn var alveg harðákveðinn í því að nú þyrfti að drífa sig með hann til augnlæknis sem allra fyrst. Hann sæji bara hryllilega illa með linsunum.

-Guð, er það? sagði ég og reiknivélin sagði bara ding ding ding í huganum þegar ég fór að leggja saman kostnaðinn.

Nýjar linsur, pottþétt komnar yfir 20 þúsund kallinn í dag.

Ný gleraugu, rúmlega 30 þúsund kall.

Hey, bara 50 þúsund? Bara? Leyfðu mér að ná andanum...

-Já, ég panta tíma á morgun þá, sagði ég veiklulega og velti fyrir mér hvort Visa rað væri skásta.

Næsta morgun fór ég inn á bað til að setja í mig linsurnar.

Í veiklulegri tilraun til að fríska uppá baðið fyrst eftir að við fluttum inn þá setti ég inn hillu með sjávarþema.Hvernig finnst þér? Já. Þetta. Safnar. Miklu. Ryki. Sem. Ég. Nenni. Ekki. Að. Þurrka. Af.

_dsc0053_703144.jpg

 

  Hillan var ekki í fókus þar sem ég var ekki enn komin með linsurnar í augun. Já....

 

 

 

 

...áfram með smjörið..... og söguna.

Ég var komin inn á baði til að setja í mig linsurnar.linsub2.jpg

Ha?

Af hverju var boxið mitt tómt? 

Engar linsur, enginn linsuvökvi. Bara eins og ég hefði ekki tekið þær úr mér í fyrradag. 

Bara eins og einhver hefði.....

-Haukur.

-Já.

-Hvað gerðirðu við linsurnar þínar sem voru orðnar of daufar?

-Henti þeim.

-Hentirðu þeim!?!

-Já þær voru svo óþægilegar og svo þarf ég nýjar. Ég er hættur að sjá með þeim! 

-Hvernig var linsuboxið þitt? linsub1.jpg

-Hvítt.

-Já einmitt. Eins og mitt. Jahá já. En þetta hér? Þetta skítuga box sem er alveg eins og glænýja boxið mitt sem ég setti linsurnar mínar í, í fyrradag? Ha? Þetta með þessum linsum í?

-Ó.

En........ Drengurinn var bara með - 2 linsurnar mínar í stað -3 linsurnar sínar. Kræst. Sjónin er semsagt óbreytt í bili.

Og ég þarf ekki að eyða 50 þús.

Hjúkket.sjlinsub.jpg

Jú, ég er búin að merkja nýja fína linsuboxið mitt allkyrfilega takk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Og svo er ég að kvarta yfir að minn 10 ára stelist í sokkaskúffuna mína

Hjóla-Hrönn, 19.10.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband