Hvernig stafarðu banana? og Horklessan
7.10.2008 | 18:10
Stundum rifjast upp fyrir mér atvik úr skólagöngu minni. Augnablik sem líma sig í minninguna.
Annað atvikið gerðist þegar ég var í 12 ára bekk.
Við vorum í enskutíma hjá Bjarna harðfisk. Ég kallaði hann alltaf harðfisk í huganum því að hann lyktaði af harðfisk þegar hann talaði og í munnvikunum héngu alltaf hvítar (skyr-?) leifar.
Í minningunni var Bjarni svona.
Það var próf. Þýða úr íslensku yfir í ensku.
Ég var voða vinsæl í þessum tíma. Ástæðan var að ég hafði eytt einu skólaári í Skotlandi og talaði reipbrennandi ensku.
Gat skipt á milli götuskosku og hástéttarensku á no-time. -Dinna nó eða -I don't know, allt eftir því hver var viðmælandinn. Bara til að þú vitir hvað ég er fjölhæf.....hehehe.....
Skólabróðir minn snýr sér að mér og hvíslar ákaft eftir hjálp á einu orði sem þarf að þýða.
-Sigga, Sigga! hvíslaði hann lágt.
-Hvernig Skrifar Maður Banani Á Ensku?
-Banana
-Já banana
-Nei, það er Buh-Ah-N-Ah-N-Ah
-Jaaaá!
Þessi skólabróðir minn er skólastjóri í dag. Vonandi hefur hann slípast til í enskunni.
Hitt atvikið gerðist þegar ég var komin í menntaskóla.
Við vorum í prófi og yfirsetumaður var mjög þekktur einstaklingur í þjóðfélaginu. Hann hefur gefið út margar bækur og klífur oft á fjöll.
Allir voru niðursokknir í prófið en auðvitað var athyglin ekki alltaf á blaðinu.
Yfirsetumaðurinn var með bindi.
Var alltaf voða fínn í tauinu en reyndi jafnframt að vera voða gæji.
Töffari. Með Bindi. Það var Ekki að Virka.
BindaTöffarinn boraði í nefið. Meðan hann sat yfir okkur.
Leitaði langt upp í nef. Dró út fingurinn.
Hvað hékk á fingrinum?
Stór slumma.
Stór hor slumma.
Nú voru góð ráð dýr.
Hann var langt frá borðinu, ekki gat hann gengið þangað með slummuna á puttanum.
BindaTöffari labbar ekki á milli borða með græna slummu sem slæst til.
Hvað gerði hann?
Jú.
Hann losaði sig við hlassið aftan á bindið.
Það mátti heyra nemendur kúgast víðsvegar um stofuna.
Athugasemdir
Hahaha, minnir á dude og sweet dæmið í "dude, where's my car" ef þið eruð ekki búin að sjá þá mynd, þá er hún sæmileg þynnkumynd þótt maður eipi nú svolítið yfir unglingahúmornum.
Hjóla-Hrönn, 8.10.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.