Má ég faðma þig?

Fyrstu orðin sem eiginmaður minn sagði við mig voru, -Má ég faðma þig? Brosandi út að eyrum stóð maður í prjónapeysu fyrir framan mig og spurði þessarar spurningar. Ég sagði auðvitað já, ekki spillti fyrir að sá sem bauð faðmlagið var hinn myndarlegasti. Hann var reyndar vinur manns sem var að reyna við vinkonu mína. Við biðum á meðan þau hin reyndu við hvort annað og spjölluðum saman hálfa nóttina. The rest is history eins og sagt er.

Ótrúlegt hvað eitt faðmlag getur breytt miklu. Það verður allt svo miklu betra. Skapið lyftist og maður fyllist krafti.

Það er svo gott að faðma, að vera sá sem býður faðmlagið. Það er jafn gott og nærandi að vera sá sem tekur á móti.

Prófaðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Má ég faðma þig er flott og æðislegt, eins og Hallsteins er von og vísa.

Ég sagði á sínum tíma, "má ég bjóða þér inn á dansleikinn", hún sagði já. Þá sagði ég "má ég þá fá fyrsta dansinn með þér". The rest is history eins og sagt er.

Bestu kveðjur kæra vinkona. Kalli Tomm.

P.s. Það er allt í standi með lögin í spilaranum þínum. Purple rain spilar talsverða rullu í þessu sem talað er og skrifað um hér að ofan hjá mér.

Karl Tómasson, 23.9.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Dísa Dóra

Yndisleg saga

Dísa Dóra, 24.9.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband