Rabbarbaragrauturinn
25.8.2008 | 18:54
Guð hvað ég skildi son minn áðan í kvöldmatnum þegar hann hætti að borða rabbarbaragrautinn eftir 2 matskeiðar.
Mér fannst grauturinn góður (enda bjó ég hann til sjálf) og eldri syninum fannst það líka (3 diskar hurfu ofan í hann) þannig að ekkert var að grautnum.
Ég man eftir því þegar ég var elt niður 2 hæðir, alla leið niður í þvottahús, því ég neitaði að borða rabbarbaragrautinn. Hann var svo ógeðslegur, mjólkin sýrð og grauturinn súr. Oj, ég fæ hroll og minningin situr pikkföst í huga mér.
Drengurinn fékk því að hætta eftir að hafa smakkað. Það dugar mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.