Ó mig auma
2.8.2008 | 16:52
Hvers á ég að gjalda?
Haldiði ekki að bévítans vinstri afturdempari fagurrennireiðarinnar minnar (Subaru Forrester) hafi ekki verið að eyðileggjast? Bíllinn er 4. ára.
Var stödd á Ísafirði og Ari á verkstæðinu kannaðist nú við þetta vandamál á þessari tegund og árgerð!
Hann hringdi suður til að panta dempara. Kostar 60.000 kr. Kominn úr ábyrgð þrátt fyrir að vera þekkt vandamál..... Ég fölnaði og sagði bara jájá, drífum í þessu, fjölskyldan borðar bara salat og hafragraut næstu mánuði.
En neieieieiei..... Bara til hægri dempari í umboðinu. Hægri. Ekki vinstri.
Það kemur ný sending í næstu viku af vinstri dempurum. En þá kosta þeir 70.000 krónur.
Ég keyrði dúandi og marrandi bíl suður til Mosfellsbæjar og gnísti tönnum yfir helv... genginu.
En ég vorkenni Ladda. Mánaðarlaunin hans fara öll í einn dempara. Eins gott að hann á ekki Subaru Forrester 2004 árgerð.....
Athugasemdir
Ég samhryggist
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.8.2008 kl. 17:32
Æ, en leiðinlegt að heyra með demparann...en gott að þú ert komin heim..er ekki mál að fara að taka upp kvöldgönur að nýju??...kv, Systa
Systa (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.