Við erum ekki í lagi?

Fórum til Krítar 25. júní.

Lentum í 5 klukkustunda töf á flugtaki.

3 og 1/2 tími vegna hvíldar áhafnarmeðlima og 1 og 1/2 tíma seinkun vegna hjóna sem voru of drukkin. Fengu ekki að fara um borð og því þurfti að finna farangurinn þeirra og henda út úr vélinni.

Jæja. Komum til Krítar og viti menn...er ekki bara hitabylgja? En við heppin. Einungis 35 stiga hiti.

En við erum náttúrulega ekki í lagi eins og vanalega. Aldrei gera það auðveldasta! Fengum yfirlit yfir hvaða ferðir voru í boði fararstjóranna og hvað haldiði?

Við skelltum okkur á degi þrjú (tæknilega séð degi tvö því við komum að verða miðnætti 25.). Ennívei, 27. júní smelltum við okkur í eina 17 kílómetra langa göngu eftir Sammaria gilinu. Í 35 stiga hita. Allt niður í mót. Fyrstu 300 metrarnir á 45 mínútum (lesist...mjööööög bratt). Í 35 stiga hita. Tók 6 klukkustundir. Í 35 stiga hita. Einmitt. Við erum ekki í lagi. Eeeen...voða fallegt í gilinu og við glöð þegar þetta var búið.

Til hamingju

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband