Ástæða hækkandi gengis
18.3.2008 | 13:51
Ég viðurkenni það hér með fúslega opinberlega að ég skil ekki af hverju gengið hækkar og hækkar.
Ísland er svo hræðilega lítið markaðssvæði og þjóðarframleiðslan er svo lítil miðað við önnur lönd að við erum óhjákvæmilega háð samhenginu, semsagt stærri markaðssvæðum og hvernig ástandið er á þeim. En af hverju hefur það áhrif á gengið okkar á Islandi,á evrunni, sterlingspundinu, dönsku krónunni til dæmis?
Hvað veldur hækkandi verði gengis? Hver getur útskýrt fyrir mér á einfaldan hátt í minna en 50 orðum?
Gríðarlegt flökt á krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl.
Ég er ekki hagfræðingur, en ef ég skil þetta rétt eru aðstæður svona:
Íslenska krónan er mynt sem er studd af íslenska seðlabankanum og gengið á henni endurspeglar að stórum hluta traust alþjóðamarkaðsins á íslenska hagkerfinu. Ef enginn vill eiga krónur vegna vantrausts á krónunni, fellur gengið því allir reyna að selja. Í rauninni ekki svo ólíkt hlutabréfum.
Kannski einhver sérfræðingur getur komið með betri útskýringu :-)
Steinn E. Sigurðarson, 18.3.2008 kl. 14:41
Á Íslandi eru vextir háir og þess vegna er dýrt að taka lán. Flestir íslendingar kunna bara að taka lán og þess vegna kynnast þeir bara þessari hlið á bankakerfinu.
Hin hliðin er líka til. Í útlöndum er til fólk sem sparar og því finnst gott að leggja pening inn á banka þar sem vextir eru háir. Þess vegna hafa útlendingar viljað kaupa krónur af Seðlabankanum til að leggja inn á íslenska bankareikninga. Íslendingar hafa talið útlendingunum trú um að krónan væri alvöru gjaldmiðill sem tekur ekki margra prósenta dýfur fyrirvaralaust. 12% vextir án áhættu hljómar alveg rosalega vel í augum sparifjáreigenda. Því miður var það of gott til að vera satt.
Ef vextir eru 12% en krónan fellur um 24% á sama tíma tapar útlendingurinn 12%. Þá flýtir hann sér að selja þær krónur sem hann á eftir til að kaupa alvöru gjaldeyri fyrir þær. Við það verðið á krónunni enn frekar því allir vilja selja þær en enginn kaupir.
Þetta vita bankarnir, þess vegna hafa þeir selt allar þær krónur sem þeir gátu. Það voru þeir sem felldu krónuna áður en útlendingarnir föttuðu að þeir voru hafðir að féþúfu. Útlendngarnir sem létu blekkjast eru ekki einu sinni byrjaðir að reyna að selja sínar krónur, held ég. Ástandið á eftir að versna.
Kári Harðarson, 26.3.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.