Löggu og bófa
2.12.2007 | 23:36
Er Mosfellsbær svona Stepford Wives bær? Allir dópistar, krimmar, ofbeldisseggir hér í bæ fara bara í svona standby mode og hreyfa sig ekki frá því klukkan hálfsex á laugardagsmorgnum og fram til hálfátta á mánudagsmorgnum. Af hverju spyr ég að þessu? Ástæðan er einföld. Á þessum tíma erum við löggæslulaus. Löggustöðin er tóm.
Krakkar að sprauta sig inni á almenningsklósetti í Mosó? Nei, við sinnum ekki svona lítilvægum málum á þessum tíma segir stórborgarlöggan sem á þó að vera stóribróðir á meðan.
Jamm og já. En síðan erum við með Rauða Krossinn og þeirra forvarnarstarf. Það hefur verið meðal annars að stuðla að forvörnum í samvinnu við foreldra.
Foreldrar grunnskólabarna hafa farið í lögguleik í tvo tíma um helgar, milli 22 og 24. Elt uppi unglingana hér um bæinn. Ekkert gert, bara horft á þau ábúðarfull og "Eruð þið ekki að fara heim krakkar?" Skýrsla kannski send til Fjölskyldusviðs eða hringt í hana Guðrúnu löggu eftir helgi. Mikið rætt um mikilvægi forvarrna með rölti en ekkert markvisst hefur komið út úr því bara pirringur út í foreldra að mæta ekki í löggó. Rauða Kross fulltrúar hættu því sjálfir að mæta á rölt.
Hins vegar lagði fulltrúi foreldrafélags Lágafellsskóla til á fundi með fjölskyldusviði að félagsmiðstöðvarnar sæju alfarið um þetta forvarnarstarf í samvinnu við Rauða Krossinn og lögregluna eins og í Reykjavík, til að markvisst forvarnarstarf væri í gangi með fagaðilum.
Ekkert hefur spurst til forvarnarstarfs um helgar okkar megin (Lágafellsskólamegin) og greinilega engin vandamál á ferðinni með unglingana. Einmitt já.
Hvað er Kjósarsýsludeildin að aðhafast þessa dagana?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.