Áfengi og unglingar
7.10.2007 | 15:15
Vinur okkar hjónanna sagði frá reynslu sinni að eiga ungling í Danmörku. Grunnskólinn sem unglingur heimilisins var í boðaði til fundar með foreldrum og 15 ára gömlum unglingum þeirra. Þar voru mættir kennarar, áfengisráðgjafi, unglingar og foreldrar. Allir þ.e. kennarar, foreldrar, unglingar og áfengisráðgjafinn sátu saman yfir bjór og ræddu hvernig best væri að haga drykkju unglinganna. Að lokum var áfengisráðgjafanum þakkað fyrir að mæta og halda fyrirlestur. Hann var leystur út með kassa af rauðvíni. Halló! Síðan hvenær leysir það drykkjuvandamál unglinga að drekka með þeim? Að kaupa handa þeim? Eins og það stjórni drykkju þeirra.... Er það nema furða að Danir horfi til okkar þegar taka skal á áfengisvandamáli þjóðarinnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2007 kl. 21:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.