Dill á iði
18.3.2011 | 16:33
Oooooooooooooooojjjjjjjjj. Varúð varúð, ekki fyrir viðkvæma!
Keypti lax í gær til að elda svona líka hollan mat. Skar flakið í hæfilega stóra bita og raðaði á bökunarplötuna. Greip í dillið úr kryddhillunni.
Var blaðrandi við mömmu á meðan ég skrúfaði lokið af og spurði, -Er dill ekki frábært með laxi?
-Jú, bara best! sagði mamma.
Skrúf..skrúf...
Strá... strá... Aaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhhh....Gaaaaaaaaaarrrrrrrrrrgggggggg! Ojjjjjjj!
Dillið hljóp í allar áttir ofan á og í kringum laxabitana. Pöddur í tugatali! (ókei kannski innan við tíu) hlupu um bökunarplötuna, ofaná og undir laxinn.
Krömdum nokkrar, öðrum sópað beint í ruslið með kryddinu og restinni var skolað af fiskstykkjunum. Úff, þvílíkt og annað eins.
Frú paranoja (ég) tók fram aðra bökunarplötu og setti glænýjan bökunarpappír á. Þvoði laxabitana í hel og raðaði á plötuna og skellti inní ofn. Hina plötuna setti ég líka inní ofn til að drepa allt sem hugsanlega gæti enn verið lifandi úr kryddstauknum.
Oj.
Þegar við mamma vorum aðeins farnar að róast í garginu og stappinu var litið á síðasta neysludag á kryddstauknum. Janúar. 2009. Þanebblenaþa.
Get ekki beðið eftir því að segja móðursystur þessa hryllingssögu því hún er sannfærð um að síðasti neysludagur alls sé af hinu illa þ.e.a.s. dagsetningar séu tilbúið prump, ákveðið af söluaðilum sem vilja selja meira og meira án tillits til þess hvort varan sé nothæf í hundrað ár eður ei. Þetta dill var ekki nothæft í hundrað ár, það get ég sagt ykkur.
Athugasemdir
Þó að ein eða tvær hafi bakast með, þetta er bara protein, hollt og gott. Sama sögðum við í fiskinum í den, þó að einn og einn ormur hafi slæðst með, bara protein, hollt og gott
Hjóla-Hrönn, 28.3.2011 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.