Saumóspjall og aðrar sögur

Jamm og já. Nú er bara skemmtilegt hjá mér.

Saumó á fimmtudaginn. Saumó hjá H þýðir gúrmei-par-exellans og ekki klikkaði hún frekar en fyrri daginn. Forréttur var annars vegar gæsalifrarkæfa og og hins vegar tígrisrækjur á bruscetta. Aðalrréttur var svartfugl ásamt meðlæti og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt. Namminamminamm. 

Mikið var nú skrafað og hlegið. Við L pissuðum næstum í okkur af hlátri við upprifjun mína af hræðilegu hjálpartækjasögunni.

Svo er árshátíð í kvöld. Jibbí jibbí ðöööö. Ég þarf að vera pen alveg þangað til við erum búin að afhenda verðlaunin. Þá skal sko djammað! En ég sleppi nú ekki alveg að fá mér því að í meiköppinu í dag mæti ég með eina freyðivín og í fyrirpartíinu verður dreypt á örlitlu hvítvíni. Vona að forstjórinn þurfi ekki að halda mér uppi á sviðinu. Hehehhe....

Hræðilega hjálpartækjasagan er þannig að þegar Elsti sonur var þriggja ára og Yngri sonur nokkra mánaða þá fór ég í heimsókn með þá til frænku Eiginmannsins. Hún átti eina fjögurra ára. Við vorum báðar heimavinnandi og langaði að hittast oftar en í þessum hefðbundnu fjölskylduboðum.

Við sátum saman inni í stofu ásamt Yngri Son á meðan Eldri Sonur og dóttir Frænku léku sér voða góð saman. Við  vorum bara í miðju spjalli þegar börnin koma labbandi inn í stofu úr svefnherberginu til okkar. Þetta var lítil íbúð og leikföng dótturinnar voru inni í svefnherbergi. 

-Mamma, er ég ekki fínn? Er ég ekki voða fínn? spyr Eldri Sonur og sú litla gengur skælbrosandi á eftir honum og hjálpar honum með hárgreiðsluleikinn. Eldri Sonur rúllar fram og til baka eftir hárinu þessum fína og skærgræna víbrator af stærstu gerð.

Það mátti heyra saumnál detta. Reyndar heyrðist bara lágt hummið í víbratornum... vrrrrrrrrrr......

Við Frænka þekktumst ekki mikið. Ég horfði á hana og hugsaði með mér að þetta væri vandræðalegasta stund lífs míns. Gat ekki hlegið, varð að halda andlitinu og ekki gerði Frænkan mér það auðvelt. Eldrauð í framan þreif hún víbratorinn af börnunum og fór með hann inn í svefnherbergið.

Kom svo fram og sagði, -Guð, hann var einhvers staðar inní svefnherbergisskáp. Eh... Nýi kærastinn gaf mér þetta bara í gríni. Guð, ég bara vissi ekki að það væru batterí í honum.

Þá átti ég nú erfitt með að springa ekki úr hlátri. 

Það þarf ekki að segja frá því að kaffispjallið varð ansi stirt eftir hárgreiðsluleik barnanna, ég flýtti mér fljótlega heim með drengina og við hittumst aldrei aftur í kaffi. 

Á nú ekki von á svona víbratormómentum á árshátíðinni en það er bara aldrei að vita Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband