Halló. Rautt ljós = Stopp.
6.12.2010 | 23:40
Guðmundur minn! Er bara ekki í lagi með fólk? Hættu hér ef þú nennir ekki að lesa tuð... Hinir haldið áfram með mér.
Hvað er eiginlega að gerast hér á Íslandi? Er fólk hætt að skilja hvað rautt ljós þýðir?
Í alvöru talað. Það gerist núna daglega að ég sé að a.m.k. 3 bílstjóra fara yfir á rauðu. Þetta er ekki eðlilegt ástand. Mér finnst eins og eitthvað hafi breyst í umferðinni og að fólk sé hreinlega bara í einhverri "fokk-jú" "fokking-shit" andlegu ástandi.
Beið á ljósunum við PFAFF húsið í dag, á leiðinni eftir Grensásveginum í átt að Glæsibæ. Jeppi við hliðina á mér. Hann á hægri akrein áfram eða beygja til hægri. Ég í bíl vinstra megin við hann. Við bæði stopp á rauðu ljósi. Saman í sirka 10 sekúndur. Bílar að koma niður brekkuna á sínu græna ljósi. Akkúrat þá stundina voru allir að beyja til vinstri eða hægri sem komu niður brekkuna, enginn fer áfram framhjá okkur. Hvað gerir jeppinn? HANN BARA BEYGIR TIL HÆGRI. Djísess. Hvað er eiginlega að? Hver gaf honum leyfi að dissa rautt ljós?
Það er ekki bara jeppakallinn. Mér finnst bara almennt allir, ALLIR, ekkert endilega kallar-með-hatta sem taka ekki eftir neinum ljósum eða 17 ára nýkominnmeðbílpróf unglingur sem virðir ekki rautt. Það eru bara allir.
Ég fæ bara hland fyrir hjartað að hugsa um fólk á gangbraut. Eða í öðrum bílum sem eiga réttinn / eru á grænu.
Hafið þið tekið eftir þessu í umferðinni sjálf?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.