Heimur versnandi fer...?

Ég tel mig vera víðsýna.

Ég tel mig vera afslappaða gagnvart fyrirframskilgreindum hlutverkum kynjanna.

Ég á mjög góðan mann sem tekur til hendinni alveg eins og ég. Við vitum hins vegar hvað ég er góð í (fjármál, heilsumál fjölskyldumeðlima, "nota smokkinn"-ræðuna og slíkt...) og hvað hann er góður í (bílskúrinn, viðgerðir, eitthvað sem tengist verkfærum því ég hef ekkert slíkt í mér sem heitir að lesa bæklinga...).

En...

Ég verð að viðurkenna að það eru greinilega ákveðin mörk sem ég geeeeet bara ekki yfirstigið og myndi hreint út sagt skilja við Eiginmanninn ef hann vogaði sér yfir þau.

En í stað þess að blaðra um þessi mörk ætla ég bara að sýna þér þau og spyr hvort heimurinn versnandi fer?

sokka1 Þetta? Þetta er ekkert segir þú.

sokka2So far so good...

Hvað er konan að tala um? Mörk? Hvaða mörk ætti aumingja Eiginmaðurinn að fara yfir?

 

 

 

 

 

 

 sokka3Ég meina... þó að hann sýni smá blúndu...

 

 

 

 

 

 

 

 

sokka4

 

 

 

Bara sætur tígur?

 

 

 

 

 

sokka5

 

 

Nei!

Nei!

Nei!

Sum mörk eru og verða alltaf til staðar. Þetta er eitt af þeim mörkum sem ég get ekki séð íslenska karlmenn vaða yfir.

Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Þú verður eiginlega að sýna okkur sokkana hans Steina svo við getum dæmt í þessu viðkvæma máli

Hjóla-Hrönn, 25.8.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband