Hjúkket
20.5.2010 | 16:34
Málið er að mamma...
Þessi hér...
...fór í stóra aðgerð s.l. þriðjudag.
Ahht..bú....vonandi
Og núna liggur greyjið heima og þarf að þola umhyggju okkar hinna. Heilbrigðiskerfið er náttúrulega þannig úr garði gert að um leið og viðkomandi kemst hjálparlaust á klósettið... nú þá er viðkomandi tilbúinn að fara heim.
Eins og þetta hér grey sem komst ekki niður á neðri hæð hússins hjálparlaust fyrr en eftir 5 vikur.
Hann var frá vinnu í tæpt ár en var sendur heim á 8. degi eftir næstum banvænt slys.
Við skulum ekki halda áfram að ræða þessi mál, blóðþrýstingurinn bara má ekki við því .
Ennívei, mamma er búin í aðgerð. Komin heim. Hjúkket.
Ég vona að dagatalið sem hangir í svefnherbergi vissrar konu... dagatalið með þessum herramönnum... hjálpi til að flýta bata þeirrar konu.
Ef ekki... þá hef ég alltaf eitthvað að horfa á þegar ég kem inn í svefnherbergi mömmu til að hjúkra sjúklingnum.
Athugasemdir
Hún verður snögg að jafna sig á þessu :-)
steinimagg, 28.5.2010 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.