Eurovisioníó
4.5.2010 | 23:11
Ég viðurkenni það.
Auðmjúk.
Inni í mér er eitthvað furðulegt. Eitthvað sem veldur því að ég bara fíla allt í kringum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eurovision.
Það liggur við að ég sé farin að telja niður í mars.
Ennívei.
Í ár er lagasmekkurinn minn furðulegri en venjulega.
Lögin sem ég fíla... eru frá löndum eins og Armeníu. Slóvakíu. Bosníu. Hjálp.... Serbía? Jú víst. Lokaðu bara augunum, ekki horfa á vídeóið, hlustaðu bara. Djísess... hvernig dettur mér í hug að sannfæra aðra um að þessi lög séu skemmtileg. Það er náttúrulega bara bilun að fíla þetta. En hefurðu séð myndina Svartur köttur hvítur köttur? Ég fíla músíkina í þeirri mynd alveg í frumeindir.
En ég er steinhissa á frændum okkar Dönum sem senda sína eigin útgáfu af Sting og Every step you take (I'll be watching you). What gives?
Metnaðarfyllsti (?) textinn er sunginn af ljóshærðri söngkonu fyrir Latviu sem veinar í sífellu að "Only Mr. God knows" svarið við því af hverju við lifum. Hverjum datt í hug að leysa lífsgátuna í 3ja mínútna Eurovisiontexta? Latvíu.
Pissupásulög eru til dæmis þegar Noregur, Malta, Rússland flytja sitt. Annars er rússneski textinn eiginlega alveg bráðfyndinn.
Jæja þá veistu það.
Ég er Euronörd út í gegn.
Óverandát.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.