Dagbók
16.2.2010 | 18:29
Stundum finnst manni bara ekkert hafa gerst en svo dregur maður fram myndavélina og sjá. Jahérnahér....
Kannski ef maður héldi dagbók, þá myndi maður sjá þetta svona svart á hvítu en við látum myndirnar nægja.
Það er nú ýmislegt sem við höfum verið að bralla, ég og Eiginmaðurinn og unglingarnir.
Við Eiginmaðurinn fórum í sumó um daginn... það var sko huggó.
Hvað heldurðu að þetta sé?
Nei. Ekki þvagsýni...
Óóóó... Hvað ef að tappinn skýst í höfuðið á mér. Svo hrædd..... ehemm.
Óóóó... þetta var svo gaman. Spennandi. Gott! Takk Mamma Glæsipía sem gaf mér þetta.
Kvennaskólastrákarnir dubbuðu sig upp og fóru á ball.
Gangsta E og Gangsta S
Dr. Frankenstein I presume?
Gleymdi ég nokkuð að nefna það að þetta var grímuball?
Nú svo kom yndislega krúttleg frænka í heimsókn. Skemmtileg í ofanálag.
Hún er að fara að flytja til Noregs.
Hún lærði nýtt spil sem Yngrisonur kenndi okkur. Spilið heitir Gúrka. E-sæta frænka skildi spilið. Ekki ég. Hún er breiníakk. Ekki ég.
Nú svo kom önnur sæt frænka í heimsókn. Ísafjarðaryngismærin sjálf.
Hún var að fara í morgun til Frakklands. Par Avignon. Í alvöru. Hún ætlar að búa í Avignon. Grátgrátgrát....
Hún hefur verið vikulegur (stundum oftar) gestur hjá okkur og hennar verður sárt saknað.
Svo fórum við hjónakornin í menningarferð til Reykjavíkur um síðustu helgi. Einhverjir ráku augun í að ég spurði á Fésbók hvernig maður fengi unglinga með sér að skoða listasöfn? Svarið er.....
...að það er ekki hægt.
Þá er um að gera að hafa þetta huggó og rómó. Sem við gerðum.
Hvar er kökan mín?
Ummmm...
Við komum svo heim og allt var galopið út á götu. Ókunnur bíll. Við í sjokki. Innbrotsþjófar að tæma húsið?
Nei. Þessi hérna elska.
Mætti heim til okkar. Spasslaði og múraði herbergin sem er verið að breyta.
Algjört æði að eiga svona góðan bróður. D-bróðir er bestur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.