Að færast á hærra plan
14.1.2010 | 17:28
Finnst ykkur Eiginmaðurinn hafi færst á hærra plan í fuglafóðringum?
Nei bara spyr...
Jólagjöfin hans frá mömmu minni var þetta fína fuglarestaurant.
Járnstöng með alls konar krókum og böndum til að hengja á góðgæti.
Hann hakkar nú saman brauð, fitu (stundum lýsi), fræ, epli og ýmislegt gott handa litlu kvúttlegu sætu spörfuglunum og setur í matardiskana þeirra.
-Gvuuuð hvað þú ert duglegur 'skan, sagði ég við hann.
-Já það er svo gott að blanda þessu svona saman í blendernum. Þá er svo auðvelt að smyrja þessu á diskana þeirra.
Það blésu gufustrókarnir út úr eyrunum á yours truly þegar hún sagði, -Með fína KitchenAid blendernum mínum?!!!!!
Það er eins gott að þessar fuglsdruslur kunni að meta áferðina á matnum sem er blandaður í Rándýra. Blendernum. Mínum.
Oj.
Athugasemdir
hann var nú farinn að rykfalla all hressilega :-)
steinimagg, 20.1.2010 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.