Algjörar í Amsterdam

Við stjúpa fórum til Amsterdam. Ég hafði aldrei áður komið til Amsterdam. Var heilluð af hjólamenningunni þeirra, hnussaði reyndar yfir því að þeir þyrftu nú örugglega ekki að fara neinar brekkur eins og við Íslendingar.... allaveganna...
Fyrsta daginn fórum við í leit að kaffihúsi. Stjúpa er koffínisti nr. 1 á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Hún er komin niður í 5 bolla á dag, dulladull.
En semsagt, við tvær fórum að leita að kaffihúsi.
Assgoti eru þetta drusluleg kaffihús, sögðum við við hvor aðra, þetta er nú ekki líklegt til að bjóða upp á gott kaffi... innifyrir voru ungir menn, ekki mjög hreinir að sjá, innréttingar nánast engar fyrir utan málverk á veggjum... svona Bob Marley í 4ra fermetra stærð....Trekk í trekk hörfuðum við út af stöðum merktir í bak og fyrir sem Coffee House.
Stjúpa var að verða örvæntingarfull. Komið fram yfir tímann, varð að fá koffín strax!
Römbuðum loks inn á stað við hliðina á kaffihúsi sem virtist vera bakarí. Mynd af staðnum í Amsterdam myndaalbúminu. Þar fékkst allt í lagi expresso og stjúpa gat þá farið í skoðunarferðina.
Um kvöldið lá ég uppi í rúmi og las loksins allt um Amsterdam í túristabókinni sem mamma sendi mér.
Í bókinni stendur að ferðamenn skuli hafa það í huga að neysla eiturlyfja er leyfð í Amsterdam og að svokölluð "soft drugs" neyti menn á almenningsstöðum sem eru merktir sem Coffee House....... Einkenni eru oft furðulegir litir á veggjum, stór málverk af rastaförum, eða myndir af hassplöntunni.....
Einmitt..... Algjörar í Amsterdam!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Elska Amsterdam, búinn að búa hérna í 28 ár síðan 1980 og bý enn. Hef margreynt að flytja burtu, en ekki gengið. Kem alltaf til baka. Með beztu kveðju.

Bumba, 17.4.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband