Hann fer í aðgerð á morgun

Eiginmaðurinn fer í aðgerð á morgun. Vinstri handleggurinn grær ekki saman enda eru brotin beinin víst eins og sviðin jörð eftir napalmsprengju. Bæklunarlæknirinn ætlar að draga út mergnaglann og 4 skrúfur og setja nýtt sett í. Fyrst á að kreista brotin saman, bora í mjaðmarkambinn og sækja þar beinflís, mylja hana og skella í rifurnar á upphandleggsbeininu.
Við hlökkum bara til því eiginmaðurinn hefur verið með sára og stöðuga verki í þessum brotum í marga mánuði. Loksins sér fyrir endann á þessum verkjum. Ef allt gengur vel mun hann geta farið að stunda vinnuna að hluta til í byrjun mars, 7 mánuðum eftir slys. Jibbí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband